Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men frumflutti nýja lagið sitt, „Visitor“, í spjallþætti Jimmy Fallon í gærkvöldi.
Í samtali við Fréttablaðið segir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar, að það hafi verið smá erfitt að koma svona fram eftir langa pásu. Hljómsveitin tók upp lögin í Iðnó.
„Þetta var í eitt af fyrstu skiptunum sem við flytjum Visitor. Yfirleitt er maður fyrir framan fólk að slípa lagið en þetta var mjög gaman. Svo stóð maður bara fyrir framan myndavélina og þar kom ekkert klapp á milli laga. Það var mjög sérkennilegt en þetta er ein leið til að koma tónlistinni á framfæri,“ segir Nanna við Fréttablaðið.
Horfðu á atriðið hér að neðan.