fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Iðnaður gæti orðið helsti drifkraftur viðspyrnu eftir heimsfaraldurinn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. október 2020 08:00

Ingólfur Bender

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á hefur starfsfólki fækkað í öllum þremur megingreinum iðnaðarins samkvæmt greiningu Samtaka iðnaðarins. Þessar megingreinar eru mannvirkjagerð, framleiðsluiðnaður og hugverkaiðnaður. Höggið er minna nú en í fyrri niðursveiflum vegna þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að ef rétt verður haldið á spöðunum geti iðnaðurinn orðið helsti drifkraftur viðspyrnu að heimsfaraldrinum loknum en það var hann einnig eftir bankahrunið.

„Verði samkeppnishæfnin tryggð getum við séð næstu ár drifin áfram að stórum hluta vegna vaxtar í iðnaði,“

er haft eftir Ingólfi Bender, aðalhagfræðingi Samtaka iðnaðarins. Hann sagði jafnframt að áhersla hafi verið lögð á nýsköpun og það sé ánægjulegt að sjá þær breytingar, sem hafa átt sér stað í starfsumhverfi hennar hér á landi, skila sér inn í reksturinn og dreifast víðs vegar um hagkerfið.

Fram kemur að á tólf mánuðum, fram til ágúst á þessu ári, hafi starfsfólki í einkageiranum fækkað um 19.000. Á sama tíma hefur opinberum störfum fjölgað, að hluta vegna átaksverkefna sem stjórnvöld hafa hrundið úr vör.

Í ferðaþjónustu hefur starfsfólki fækkað um 35% en 4% í sjávarútvegi. Í greinum iðnaðarins er heildarfækkunin 7% en það eru 3.400 störf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út