fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Góður hagnaður hjá Tesla

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. október 2020 14:05

Tesla er vinsæl tegund rafbíla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagnaður rafbílaframleiðandans Tesla á þriðja ársfjórðungi var tvöfalt meiri en á sama tíma á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri fyrirtækisins sem var birt á miðvikudaginn.

Hagnaðurinn var 331 milljón dollara en var 143 milljónir á síðasta ári. Þetta var fimmti ársfjórðungurinn í röð sem reksturinn skilar hagnaði. Velta fyrirtækisins jókst um tæplega 40% á þriðja ársfjórðungi.

Eftir því sem fyrirtækið segir þá er ástæðan meðal annars „vaxandi áhugi á bílum okkar“. Fyrirtækið reiknar með að afhenda 500.000 bíla á árinu. Á þriðja ársfjórðungi afhenti það 139.000 bíla og hefur það aldrei fyrr afhent svo marga bíla á einum ársfjórðungi.

Fyrirtækið segir þó að 500.000 bíla markmiðið sé orðið erfiðara en áður en til að ná því þarf fyrirtækið að afhenda 180.000 bíla það sem eftir lifir árs.

Verð hlutabréfa fyrirtækisins hefur hækkað um rúmlega 400% á árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað er svínaníðs-pólitík? – „Látum helvítið neita því“

Hvað er svínaníðs-pólitík? – „Látum helvítið neita því“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?