fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Loftmengun verður hálfri milljón barna að bana árlega

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 24. október 2020 06:00

Það er mikil loftmengun í Kuala Lumpur. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári lést tæplega hálf milljón barna á fyrstu mánuðum lífsins vegna loftmengunar. Flest voru andlátin í þróunarríkjunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu, State of Global Air report.

Loftmengun hefur einnig áhrif á fóstur og börn í móðurkviði eftir því sem segir í skýrslunni. Hún getur valdið fæðingum fyrir tímann eða því að börn fæðast mjög létt. Báðir þessir þættir eru tengdir við auknar líkur á ótímabærum dauða.

Tæplega tveir þriðju hlutar dauðsfallanna tengjast mengun innanhúss, aðallega vegna notkunar kola, eldiviðar og mykju við matseld.

Í skýrslunni voru gögn um andlát um allan heim rannsökuð en einnig var horft til rannsókna sem tengja loftmengun við heilbrigðisvandamál.

Sérfræðingar hafa lengi varað við áhrifum loftmengunar á eldra fólk og þá sem glíma við vanheilsu en eru núna fyrst að byrja að skilja áhrif hennar á ófædd og nýfædd börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift