Loftmengun hefur einnig áhrif á fóstur og börn í móðurkviði eftir því sem segir í skýrslunni. Hún getur valdið fæðingum fyrir tímann eða því að börn fæðast mjög létt. Báðir þessir þættir eru tengdir við auknar líkur á ótímabærum dauða.
Tæplega tveir þriðju hlutar dauðsfallanna tengjast mengun innanhúss, aðallega vegna notkunar kola, eldiviðar og mykju við matseld.
Í skýrslunni voru gögn um andlát um allan heim rannsökuð en einnig var horft til rannsókna sem tengja loftmengun við heilbrigðisvandamál.
Sérfræðingar hafa lengi varað við áhrifum loftmengunar á eldra fólk og þá sem glíma við vanheilsu en eru núna fyrst að byrja að skilja áhrif hennar á ófædd og nýfædd börn.