Allt frá þeim tíma er Friðrik III ríkti, hann ríkti frá 1648 til 1670, hefur hirðin boðið ýmsum embættismönnum og kjörnum fulltrúum til nýársfagnaðar á nýársdag. Ekki er vitað með vissu hversu gömul þessi venja er en sagan segir að á sautjándu öld hafi verið talað um að þetta væri gömul venja og því ekki öruggt að hún hafi hafist á valdatíma Friðriks III.
Þessum nýársfagnaði hefur verið aflýst einu sinni áður en það var 2005 en þá var fagnaðinum aflýst í kjölfar hinnar skelfilegu flóðbylgju sem reið yfir Asíu um jólin 2004 og varð mörg hundruð þúsund manns að bana.
Meðal fastra gesta á nýársfagnaðinum eru ríkisstjórnin, forseti þingsins og starfsmenn konungshallarinnar.