fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Óvissutímar bíða Trump ef hann tapar kosningunum – Málshöfðanir og rannsóknir

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 25. október 2020 15:00

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Donald Trump tapar í forsetakosningunum þann 3. nóvember bíður hans það hlutskipti að flytja úr Hvíta húsinu og missa völdin. En það er kannski ekki stærsta áhyggjuefni hans því í dómssölum bíða mál gegn honum í stórum stöflum og hann má eiga von á að eitt og annað honum tengt verði tekið til rannsóknar af yfirvöldum.

Trump nýtur mun minna fylgis en Joe Biden miðað við skoðanakannanir og töluverð umræða fer fram um hvaða ríki skipti Trump máli til að hann haldi völdum. En fyrir Trump snúast kosningarnar kannski um fleira og jafnvel mikilvægari hluti.

Á meðan hann gegnir forsetaembættinu nýtur hann ákveðinnar verndar gegn opinberum rannsóknum og málshöfðunum en um leið og hann lætur af embætti missir hann þessa vernd. Það er því spurning hvað muni gerast með öll þau réttarhöld, tengd honum, sem eru hafin eða bíða þess að hefjast ef hann tapar kosningunum.

Trump hefur verið sakaður um svikastarfsemi í tengslum við fyrirækjarekstur hans, grunur er uppi um skattsvik af hans hálfu, hann hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni og misnotkun forsetaembættisins í eigin þágu.

Lögmenn hans hafa yfirleitt meira en nóg að gera. Trump hefur komið við sögu í rúmlega 3.500 málum hjá bandarískum dómstólum og hafa því mikla reynslu hvað það varðar. En erfiðir tímar gætu biðið þeirra miðað við það sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi á vegum FBI, sagði þegar fulltrúadeildin höfðaði mál á hendur Trump í upphafi árs til að reyna að svipta hann embætti.

„Munt þú ákæra forsetann fyrir afbrot eftir að hann lætur af embætti?“ spurði Ken Buck, öldungadeildarþingmaður Repúblikana.

„Já,“ var svar Mueller.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn