fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Rúmlega 100.000 Kaliforníubúar hafa keypt sér skotvopn vegna COVID-19

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. október 2020 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 100.000 Kaliforníubúar hafa keypt sér skotvopn síðan heimsfaraldur kórónuveirunnar braust út og eru þetta viðbrögð fólksins við faraldrinum. Tæplega helmingur þeirra var að kaupa sér skotvopn í fyrsta sinn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu. Sérfræðingar hafa áhyggjur af að þetta muni hafa í för með sér aukna hættu á sjálfsvígum og ofbeldisverkum á heimilum.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamenn við Kaliforníuháskóla hafi komist að því að 110.000 Kaliforníubúar hafi keypt sér skotvopn vegna heimsfaraldursins. Um 47.000 voru að kaupa sér skotvopn í fyrsta sinn. Kaupendurnir segja að áhyggjur af uppþotum, efnahagslegu hruni og að áhyggjur af að mörg þúsund föngum verði sleppt úr fangelsum hafi valdið því að þeir keyptu skotvopn.

Þetta hefur vakið áhyggjur um að aukin hætta sé á óhöppum þegar svo margir, með litla sem enga reynslu af skotvopnum, kaupa sér skotvopn. Þetta geti aukið líkurnar á meiðslum, sérstaklega þar sem börn og unglingar eru á heimilum.

„Fólk er áhyggjufullt vegna óvissunnar sem tengist kosningunum, mótmælum og COVID. En við verðum að ræða hætturnar sem fylgja því að vera með skotvopn á heimilum. Þú getur keypt skotvopn en það er ekki þar með sagt að þú vitir hvernig á að fara með það og það skiptir miklu máli,“

er haft eftir Brian Malte, framkvæmdastjóra Hope and Heal Fund sem eru samtök sem vinna að forvörnum í tengslum við skotvopn.

Sérfræðingar óttast einnig að aukin skotvopnaeign hafi í för með sér fleiri sjálfsvíg vegna vonleysis, ótta og einangrunar vegna heimsfaraldursins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin