„Mér var bent á Costco af samstarfskonu minni en ég var á leið að kaupa 70 þúsund króna gleraugu og margskipt gler í þau fyrir 120 þúsund í gleraugnabúð í Reykjavík. Samtals 190 þúsund,“ segir lesandinn alsæll með kaupinn.
Konan sem um ræðir, sló því til og fór í Costco og segist hafa pantað sér tvenn gleraugu.
„Ég var að fá gleraugun bæði og finnst þau bara harla góð. Það tók 10 daga að fá glerin eftir að ég keypti umgjarðirnar en fólk þarf að huga að því að panta sjónmælingu í versluninni áður. Ég fékk góða þjónusta í Costco og allt gekk vel og hratt fyrir sig.“
Hún segist hafa endað á að kaupa tvenn gleraugu. „Ég borgaði síðast fyrir gleraugnaumgjörð, venjulegt sjóngler við nærsýni og mælingu um 120 þúsund fyrir þremur árum í gleraugnabúð í Reykjavík. Í Costco voru önnur glerin margskipt en hin venjuleg við nærsýni en samtals borgaði ég 103.400 fyrir tvö pör, Prada-umgjörðin kostaði 29.900 krónur.“
Hún tekur þó fram að líklega sé meira úrval í hefðbundnum gleraugnabúðum á höfuðborgarsvæðinu.