Samkvæmt upplýsingum leyniþjónustustofnana þá höfðu Rússar í hyggju að gera tölvuárásir sem áttu að koma niður á skipuleggjendum Ólympíuleikanna og Ólympíuleikum fatlaðra.
Bretar eru einnig sagðir hafa komist að því að Rússar hafi staðið á bak við tölvuárásir á vetrarleikana í Suður-Kóreu fyrir tveimur árum. Þeim tókst þá að sögn að láta líta út fyrir að tölvuþrjótar frá Kína og Norður-Kóreu hafi verið að verki. Þeir létu til skara skríða á opnunarhátíðinni, lömuðu Internetið á leikvanginum og gerðu heimasíðu leikanna óvirka þannig að áhorfendur gátu ekki prentað aðgöngumiðana sína út.
Tölvuárásir Rússanna eru sagðar hafa verið gerðar á vegum GRU, leyniþjónustu hersins, og telja Bretar sig geta sagt með 95% öryggi að árásin á vetrarleikana 2018 hafi verið á vegum GRU.