fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Búast má við reglulegum eldgosum í 300 ár

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 20. október 2020 21:29

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Mynd: Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Reykjanesskaga gaus síðast á 13. öld. Þá höfðu staðið yfir reglubundin gos í þrjár aldir. Á næstu árum eða áratugum eða öldum má eiga von á eldgosum að nýju á þessu svæði. Ef mynstrið endurtekur sig gæti sú goshrina staðið yfir í þrjár aldir.

Þetta kom fram í viðtali Kastljóss við Pál Einarsson prófessor í jarðeðlisfræði.

Páll sagði hins vegar að gos á þessu svæði séu hvorki stór né mannskæð. Vandamálið er hvað þau geta orðið nálægt byggð, en meðal virkra eldfjalla á svæðinu eru fjallið Þorbjörn sem er nálægt Grindavík.

Á einu ári hefur land risið á Reykjanesi um tíu sentimetra og mikil jarðskjálftavirkni hefur orðið á svæðinu í kjölfarið. Varað var við skjálftavirkni á Reykjanesskaga í febrúar og í Kastljósi var Páll spurður hvað hefði gerst síðan þá. Páll sagði að landsris hefði hafist mjög skyndilega í nágrenni við Grindavík, vestan við fjallið Þorbjörn. Svo skyndilegt jarðris hafði ekki sést áður. Samhliða landrisinu hófst kvikusöfnun.

„Atburðarásin var bundin við svæðið í kringum Grindavík til að byrja með en það varð líka fljótlega ljóst að það sem í gangi var var miklu víðtækara heldur en það. Það sem síðan hefur gerst staðfestir það,“ segir Páll. Hann benti á að það sem er óvenjulegt jarðfræðilega við Reykjanesskagann sé að þar er bæði mikil eldvirkni og skjálftavirkni. Oftast fari þetta ekki saman, þ.e. tíð eldgos og mjög stórir jarðskjálftar.

Í sem stystu máli er mikið landsris á Reykjanesskaganum og meðfylgjandi er kvikusöfnun. Slíkt hefur tengingu við eldvirkni. Erfitt er að segja til um hvort eldgos verður á Reykjanesskaga á næstu árum, áratugum eða öldum.

Mikil skjálftavirkni hefur verið á svæðinu frá því í byrjun árs. Dró úr landrisi á tímabili og land fór að síga aftur. Land reis síðan aftur og því fylgdu jarðskjálftar. Síðan tók land enn aftur að síga.

Páll bendir á að öll kvikan sem hefur safnast fyrir á svæðinu nægi aðeins í mjög lítið eldgos og því sé ekki ástæða til að dramatísera stöðuna.

Fram kom í spjallinu að enn stendur yfir hviða af jarðskjálftum á Reykjanesskaga og þar gæti orðið stærri skjálfti en sá stærsti sem varð í dag, jafnvel yfir 6 á Richter. Enn stærri skjálftar en skjálftinn í dag urðu á svæðinu árin 1968 og 1929. Skjálftinn 1929 var líklega 6,5.

„Þessi flekaskil eru að búa til jarðskorpu og það geru þau með eldvirkni,“ sagði Páll er hann var spurður hvort von væri á eldgosum á svæðinu. Eldvirknin á svæðinu hefði verið mjög hviðukennd og að hver hrina stæða í um 300 ár. Síðan gerðist ekkert í margar aldir. Síðasta hviða eldgosa hófst upp úr 900 og urðu yfir tíu gos fram til 1240. Síðan hefur ekki gosið á Reykjanesi.

„Það vantar eldvirkni fyrir þessa jarðskorpu sem verið er að búa til,“ sagði Páll og gaf þar með til kynna að gos yrði þarna í framtíðinni. Hvenær nákvæmlega sú eldvirkni hefst er ekki hægt að segja til um. Allt svæðið er að síga og það er til merkis um gos í framtíðinni.

„Þó að þetta sé mjög eldvirkt svæði þá eru þessi gos ekki mjög hættuleg,“ sagði Páll ennfremur. Sagði hann að gosin væru yfirleitt fremur friðsæl hraungos og ekki sérlega stór. Því ætti gos á svæðinu ekki að valda lífshættu þó að það sé vesen að fá gos við bæjardyrnar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti