Héraðssaksóknari hefur ákært 26 ára gamlan þýskan karlmann fyrir „sérstaklega hættulega líkamsárás.“ Er Þjóðverjinn í ákærunni sagður hafa stungið mann í hendina eftir að sá braut rúðu í húsbíl sem maðurinn þýski dvaldi í við Grindavíkurveg og teygt hendi sína inn í bílinn.
Hlaut innbrotsþjófurinn 7 sentimetra langan skurð á upphandlegg og taugaskaða af völdum hnífstungunnar.
Meint árás átti sér stað í febrúar þessa árs. Maðurinn er búsettur í Þýskalandi.
Fyrirtaka málsins verður í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudaginn næsta, 22. október.