Auðvitað er veiðisumarið farið að styttast í annan endan hjá mörgum og búið hjá einhverjum. En alls ekki öllum, Það eru ennþá nokkir að veiða og svo er stutt í rjúpu og einhverjir hafa farið nokkrum sinnum á gæs. Svona er þetta bara.
,,Sumarið er ekki búið. Við fórum í sjóbirting um daginn nokkrir félagar og það gekk vel,“ sagði Jón Ingi Sveinsson sem ekki er hættur að veiða ennþá. Hann bætti við og sagði að í Tungufljót og Vatnamótin hefðu þeir fengið nóg af fiski.
,,Ég og makkerinn minn, hann Tommi Za, fengum allavega yfir 40 stykki og þetta var mest geldfiskur, sá stærsti 84 sentimetrar. Flesta fengum við á flugu sem Tommi hnýtti og heitir Dimon. Ne,i veiðisumarið er alls ekki búið. Næst er það Affallið og þar hafa veiðst yfir 1700 laxar. Þetta er bara gaman,“ sagði Jón Ingi ennfremur sem alls er ekki hættur að veiða þó það styttist óðfluga í nóvember.
Við fréttum að veiðimönnum sem fóru í Fossálana um helgina, sáu helling af fiski en hann var alls ekki til að taka hjá veiðiklónum. Ekki með neinu móti fékkst hann til að taka.
Mynd, Flottur sjóbirtingur kominn á land.