fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Hótel aðeins ætlað fullorðnum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. október 2020 19:50

Ærø Hotel. Mynd:Facebook/Ærø Hotel

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 1. janúar 2021 verða börn ekki velkomin á Ærø Hotel á dönsku eyjunni Ærø. Hótelið tekur þá upp 16 ára aldurstakmark fyrir gesti sína og verður þar með svokallað fullorðinshótel.

Fyens.dk skýrir frá þessu. Haft er eftir Nick Brammer, hótelstjóra, að þetta sé gert til að gestirnir geti gengið að rólegu umhverfi vísu. Hann sagði jafnframt að eldri gestir hafi meiri tíma og áhuga á að tala og að minna stress fylgi þeim.

Hann sagði að flestir gestir hótelsins séu fullorðnir og með því að taka upp aldurstakmark sé einnig hægt að komast hjá því að valda barnafjölskyldum vonbrigðum sem koma kannski á hótelið og telja að þar sé mikið um að vera fyrir börn.

Þetta er í fyrsta sinn sem fullorðinshótel tekur til starfa í Danmörku en danskar ferðaskrifstofur hafa komið upp slíkum hótelum á vinsælum áfangastöðum sínum erlendis og er töluverð eftirspurn eftir gistingu á þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu