fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Krefja PwC um skýringar á óútskýrðum millifærslum upp á 800 milljónir

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. október 2020 08:00

PricewaterhouseCoopers. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Lyfjablóm ehf., sem hét áður Björn Hallgrímsson ehf. (BH) og var áður með stærri eignarhaldsfélögum landsins, hefur krafið PricewaterhouseCoopers (PwC) um skýringar á fjölmörgum atriðum er varða þá endurskoðunarþjónustu sem PwC veitti BH.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að PwC hafi veitt Lyfjablómi endurskoðunarþjónustu á árunum fyrir hrun. Meðal þeirra atriða sem Lyfjablóm krefst skýringa á eru millifærslur upp á 800 milljónir króna í gegnum reikninga fyrirtækisins en færslurnar voru bókaðar sem „bankamistök Glitnis“ á árunum fyrir hrun.

Í kröfubréfi Lyfjablóma til PwC kemur fram að fyrirtækið telji að PwC hafi sýnt af sér saknæma háttsemi og sé skaðabótaskylt vegna fjölmargra atriða. Eitt þeirra snýr að 800 milljóna tjóni sem Lyfjablóm telur sig hafa orðið fyrir vegna þess sem það segir vera ólögmæta „fléttu“.

Málið snýst um að félög í samstæðu BH (sem nú heitir Lyfjablóm) fengu 800 milljónir inn á bankareikning sinn. PwC útskýrði þetta á hluthafafundi sem „bankamistök“ þar sem Glitnir banki hefði fyrir mistök millifært 800 milljónir inn á reikninga dótturfélaga BH en hafi „leiðrétt mistökin“ sama dag. BH var á þessum tíma með stærri eignarhaldsfélögum hér á landi og átti stóran hlut í Skeljungi, Árvakri, Nóa-Síríusi og Sjóvá.

PwC sá um bókhald félagsins og sýna bókhaldsgögnin að milljónirnar 800 komu ekki frá Glitni heldur frá fjárfestingafélaginu Gnúpi til að greiða upp lán sem var tekið án vitundar þáverandi stjórnar BH.

Fréttablaðið hefur kröfubréf Lyfjablóms undir höndum og segir að þar komi fram að PwC hafi „vanrækt skyldur sínar“ og meðal annars orðið uppvíst að blekkingum og hylmingu hvað varðar fjármunalega gerninga félagsins og 800 milljóna fjármálafléttu í tengslum við fjárfestingafélagið Gnúp hf.

PwC neitar að hafa valdið Lyfjablómi tjóni og sakar fyrirtækið um rangfærslur og dylgjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“