fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Trump sagði Anthony Fauci vera „stórslys“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. október 2020 04:31

Anthony Fauci. Mynd:EPA-EFE/Al Drago / POOL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Fauci er fremsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna og mjög virtur á sínu sviði. Donald Trump, forseti, er þó allt annað en ánægður með hann enda hefur Fauci verið erfiður í taumi og hefur ekki viljað segja það sem Trump hefur viljað heyra og hefur haldið sig við staðreyndir og vísindi.

Trump ræddi við nokkra starfsmenn kosningaframboðs síns í síma og hlustuðu nokkrir blaðamenn á símtalið að sögn The New York Times. Í því sagði Trump meðal annars að fólk væri þreytt á COVID.

„Ég er með fjölmennustu kosningafundina sem ég hef nokkru sinni haft. Við erum með COVID. Fólk segir: „Það skiptir engu máli. Látið okkur bara í friði.“ Það er þreytt á þessu,“

sagði Trump og bætti við:

„Fólk er þreytt á að hlusta á Fauci og bjánana, bjánana sem höfðu rangt fyrir sér.“

Meirihluti Bandaríkjamanna telur Fauci vera einn trúverðugasta aðilann þegar kemur að upplýsingagjöf í heimsfaraldrinum.

Í upphafi hans var það oft Fauci sem skýrði frá fyrirliggjandi upplýsingum og veitti þjóðinni ráð. Þetta féll Trump illa því Fauci vildi halda sig við staðreyndir og ekki segja það sem Trump og hans fólk vildi að hann segði. Af þeim sökum var honum ýtt til hliðar og Hvíta húsið tók þessa upplýsingagjöf yfir.

„Í hvert sinn sem hann er í sjónvarpinu er það eins og sprenging, en það verður enn stærri sprenging ef maður rekur hann. Maðurinn er stórslys,“

sagði Trump í símtalinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift