fbpx
Fimmtudagur 10.apríl 2025
Pressan

Óttaðist uppsögn – Eitraði fyrir samstarfskonu sinni í níu mánuði

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. október 2020 06:49

Margir komast ekki í gang á morgnana nema þeir fái kaffi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

53 ára ítölsk kona hefur verið dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa byrlað samstarfskonu sinni róandi lyf í níu mánuði. Hún setti lyfið í kaffi konunnar á degi hverjum. Ástæðan er að konan hafði heyrt orðróm um að grípa ætti til uppsagna hjá fyrirtækinu og því ákvað hún að gera hina konuna sljóa svo hún gæti ekki sinnt starfi sínu vel. Þær sinntu samskonar verkefnum hjá fyrirtækinu sem er tryggingafyrirtæki.

Samkvæmt frétt Sky News störfuðu konurnar í bænum Bra sem er sunnan við Tórínó. Hin dæmda tók að sér að færa samstarfsfólki sínu kaffi á hverjum morgni. Hún nýtti tækifærið til að setja róandi lyf út í kaffi samstarfskonunnar. Lyf þetta er notað gegn kvíða eða sem svefnlyf.

Fórnarlambið fann fyrir áhrifum lyfsins. Eftir að hún ók á tré fór hana að gruna að eitthvað óeðlilegt væri á seyði. Þegar hin konan hvatti hana til að drekka kaffi og sagði: „Hversu mikið getur það skaðað þig?“ komst upp um hana. Að auki höfðu náðst myndir af henni að setja lyfið út í kaffið.

Konan neitaði sök og hefur áfrýjað dómnum. Fyrir dómi kom fram að fyrirtækið hafði ekki í hyggju að segja fólki upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elín Metta komin heim
Pressan
Í gær

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna
Pressan
Í gær

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum
Pressan
Í gær

Ítalir í áfalli – Tvær stúdínur myrtar

Ítalir í áfalli – Tvær stúdínur myrtar
Pressan
Í gær

Skítarannsókn – Þessi skítur getur drepið krabbameinsfrumur

Skítarannsókn – Þessi skítur getur drepið krabbameinsfrumur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heitar umræður í Svíþjóð – Íhuga að gera kaup á efni á OnlyFans refsivert

Heitar umræður í Svíþjóð – Íhuga að gera kaup á efni á OnlyFans refsivert
Pressan
Fyrir 3 dögum

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Annað barn í Texas lést af völdum mislinga

Annað barn í Texas lést af völdum mislinga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Börnin sem voru alin upp af dýrum – Úlfabörnin – Apabarnið – Kjúklingastrákurinn

Börnin sem voru alin upp af dýrum – Úlfabörnin – Apabarnið – Kjúklingastrákurinn