fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Ný veira hefur fundist í evrópskum svínum – Getur hugsanlega valdið heimsfaraldri

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. október 2020 06:58

Mynd úr safni. Mynd: EPA-EFE/JULIEN WARNAND

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svínaflensa A hefur fundist í evrópskum svínum. Veiran, sem veldur henni, getur hugsanlega valdið nýjum heimsfaraldri hjá mannkyninu. Sérfræðingar segja hættuna á nýjum svínaflensufaraldri vera alvarlega. Nokkur afbrigði veirunnar hafa fundist.

Danska dagblaðið Information skýrir frá þessu. Fram kemur að afbrigði að svínaflensunni hafi fundist í þýskri rannsókn sem vísindamenn við Friedrich-Loeffler stofnunina gerðu. Rannsóknin náði til rúmlega 18.000 sýna úr svínum úr tæplega 2.500 svínabúum í Evrópu.

„Það er hætta á að þessir mismunandi stofnar geti myndað nýja veiru sem geti valdið heimsfaraldri – sem sagt geti auðveldlega borist í fólk. Líkurnar á þessu, út frá köldu mati á líkunum á að þetta gerist, eru að þetta mun gerast á einhverjum tímapunkti,“

er haft eftir Hans Jørn Kolmos, prófessor í klínískri örverufræði hjá Syddansk háskólanum.

Meðal þeirra afbrigða veirunnar, sem vísindamenn hafa fundið, er ein sem er útbreidd í Danmörku, Þýskalandi og Hollandi. Hún uppgötvaðist fyrst í Danmörku en hefur nú borist til Þýskalands og Hollands.

Birgitte Iversen Damm, dýralæknir og ráðgjafi hjá dönsku dýraverndunarsamtökunum Dyrenes Beskyttelse, sagðist hafa áhyggjur af þessu.

„Rannsóknin sýnir þá hættu sem við setjum okkur sjálf í með því að vera með svo mörg dýr á svo litlu svæði. Það er hin fullkomna gróðrarstía fyrir að hættulegar veirur geti þróast og fjölgað sér. Þetta er risastórt líffræðilegt tilraunaverkefni í þeim tilgangi einum að geta fjöldaframleitt ódýrt kjöt,“

sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin