Stuzhuk smitaðist þegar hann fór til Tyrklands. Hann var lagður inn á sjúkrahús þegar hann kom aftur heim til Úkraínu. Hann var útskrifaður eftir átta daga innlögn en veiran hafði farið illa með hjarta hans.
Fyrrum eiginkona hans, Sofia, sagði fylgjendum hans að hann hafi síðan verið fluttur í skyndi á sjúkrahús og að ástand hans hafi þá verið alvarlegt og hann meðvitundarlaus. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að hún hafi einnig sagt þeim að hann hafi átt í vandræðum „með hjartað . . . það hafi ekki ráðið við þetta“.
Síðar tilkynnti hún um andlát hans.
Áður hafði Stuzhuk sjálfur birt færslur á samfélagsmiðlum um heilsu sína. Hann sagðist hafa vaknað morgun einn í Tyrklandi með bólginn hnakka og hafi átt erfitt með andardrátt. Hann sagði 1,1 milljón fylgjenda sinna:
„Ég vil deila með ykkur hvernig ég veiktist og vara alla sterklega við. Ég hélt að COVID-19 væri ekki til . . . þar til ég veiktist.“
„COVID-19 ER EKKI SKAMMLÍFUR SJÚKDÓMUR! Og hann er erfiður.“