Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að þrátt fyrir þetta muni viðræður Íslands, Noregs og Liechtenstein við Breta um fríverslunarsamning halda áfram. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Guðlaugi að Íslendingar hafi frá upphafi verið meðvitaðir um að svona gæti farið og hafi hagað undirbúningi sínum í samræmi við það.
„Engu að síður vona ég að Bretland og Evrópusambandið reyni til þrautar að ná samningi, það er ekki aðeins í þágu þeirra sjálfra heldur milliríkjaviðskipta almennt,“
hefur Morgunblaðið eftir honum. Hann sagði jafnframt að Íslendingar muni halda áfram viðræðum við Breta þótt viðræður Breta og ESB skili ekki árangri.
„Við erum í sjálfstæðum viðræðum og höfum alla möguleika og fullt frelsi til að gera fríverslunarsamning við Bretland á okkar forsendum,“
sagði hann.
Breski markaðurinn er mikilvægur fyrir okkur Íslendinga því Bretland er næststærsta viðskiptaþjóð okkar, Bandaríkin eru sú stærsta.