fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Sólveig ræddi launaþjófnað í Silfrinu – Samtök atvinnulífsins á móti sektarákvæðum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 18. október 2020 12:03

Sólveig Anna Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Launaþjófnaður bitnar helst á erlendu láglaunafólki. Veldisvöxtur hefur orðið í þessu vandamáli að mati Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, sem ræddi launaþjófnað í Silfrinu á RÚV í dag. Benti hún á að ASÍ hefði á árunum 2015 til 2019 sent út kröfur fyrir samtals meira en milljarð vegna launaþjófnaðar. Hvað varðar launaþjófnað á síðasta ári bendir Sólveig á að meðalupphæð launaþjófnaðar sé um hálf milljón en það sé mjög há upphæð fyrir það láglaunafólk sem hér á í hlut.

Oft er um að ræða þjófnað á orlofi  eða veikindarétti, eða orlofsuppbót og desemberuppbót skila sér ekki. Engin refsiákvæði eru fyrir launaþjófnað og því sé mikill hvati fyrir atvinnurekendur að grípa til þessara óprúttnu aðferða. Segir hún að vandamálið tengist öðrum kerfisbundnum vandamálum aðflutts verkafólks sem búi oft við óboðlegan húsakost, í iðnaðarhúsnæði, og húsaleiga sé afar hár hluti launa þess.

Sólveig segir að mótstaða við sektarákvæðum fyrir launaþjófnað liggi hjá Samtökum atvinnulífsins. Mikil áhersla hafi verið á þetta atriði af hálfu verkalýðsforystunnar í lífskjararsamningunum en SA hafi staðið gegn því. Ríkið hafi þá tekið þetta inn í sinn loforðapakka en ekkert hafi orðið úr efndum þó að þetta valdi engum kostnaðarauka fyrir ríkið.

Tillögur verkalýðshreyfingarinnar um févíti vegna launaþjófnaðar hljóða upp á að lagt sé 100% álag á höfuðstól skuldarinnar. Um þetta hefur verið sérstaklega mikill ágreiningur og SA hefur ekki getað fellt sig við svo háa sekt fyrir atvinnurekendur sem gerast sekur um launaþjófnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris