Erlendur maður, 32 ára gamall, sem búsettur er í Hafnarfirði, hefur verið kallaður fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra vegna meintrar líkamsárásar. Ekki hefur tekist að birta manninum ákæruna og hefur hún því verið birt í Lögbirtingablaðinu. Maðurinn á að koma fyrir dóm þann 9. desember næstkomandi.
Líkamsárásin á að hafa átt sér stað á Cafe Amour á Ráðhústorginu á Akureyri, snemma að morgni þriðjudagsins 1. janúar 2019. Maðurinn á að hafa slegið annan mann í höfuðið með glerflösku með þeim afleiðingum að hann hlaut 2 sm skurð á hriflinum.
Er þess krafist að hinn eftirlýsti maður verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.