Fyrirsætan Bryndís Líf er gengin út og sá heppni heitir Stefán Jónsson. Um er að ræða nýja ást sem blómstraði í sumar. DV lék forvitni á að vita hvernig þau eiga saman ef litið er til stjörnumerkjanna.
Sjá einnig: Fyrirsætan Bryndís Líf gengin út
Ef það eru einhver merki sem passa illa saman þegar kemur að nánd þá eru það Meyjan og Tvíburinn. Þau eru bæði forvitin, en annað þeirra er úthverft og hitt innhverft.
Tvíburinn væri til í að hlaupa nakinn um götur borgarinnar, en Meyjan kýs að halda sínum líkama fyrir sjálfa sig. Þessi ólíku viðhorf gætu orðið þeim að falli ef þau tala ekki opinskátt um tilfinningar sínar.
Traust er einnig veikleiki hjá parinu, Tvíburinn þarf að koma niður til jarðar og virða viðkvæmu Meyjuna. Með tímanum byggir parið upp traust, en til þess þarf Meyjan að opna sig.
Sem betur fer eru samskipti eitthvað sem parið á sjaldan erfitt með. Þau deila sömu gildum og kunna að meta gáfur, útsjónarsemi og skynsemi.
20. júní 1996
Tvíburi
19. september 1994
Meyja