fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Mikill samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda í heimsfaraldrinum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. október 2020 18:30

Loftmengun hefur margvísleg neikvæð áhrif. Mynd:Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna umfangsmikilla sóttvarnaraðgerða, sem gripið var til víða um heim þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar braust út í byrjun árs, dróst losun á CO2 saman um 40 prósent á fyrri árshelmingi 2020 samanborið við sama tíma í fyrra. Þetta er mesti samdráttur sem um getur.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn alþjóðlegs hóps vísindamanna. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að CO2 losun vegna samgangna og flutninga hafi dregist saman um 40 prósent, um 22 prósent frá orkuframleiðslu og 17 prósent frá iðnaði.

Þeir unnu út frá gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda í 400 borgum og bæjum um allan heim.

Í júlí var losunin sú sama og í júlí á síðasta ári. Þá var byrjað að slaka á hömlum, sem höfðu verið settar, víða og yfirvöld náðu betri stjórn á faraldrinum. Vísindamennirnir segja að það hafi verið sérstaklega mikill samdráttur í losun CO2 frá flutningageiranum, orkugeiranum og flugvélum á fyrri helmingi ársins.

Zhu Liu, hjá Tsinghua háskólanum í Peking, er einn aðalhöfunda rannsóknarinnar. Eftir því sem Zhu segir þá er rannsóknin sú nákvæmasta sem hefur verið gerð á áhrifum heimsfaraldursins á losun gróðurhúsalofttegunda.

Það kom aðeins á óvart að losun heimilanna dróst saman um þrjú prósent þrátt fyrir að margir hafi unnið heima. Vísindamennirnir segja að það megi rekja til þess að veturinn hafi verið óvenjulega mildur og því hafi verið minni orkunotkun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Í gær

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trumpistar brjálaðir út í 60 mínútur – „Þessi ógeðslega hlutdrægni og vanstillti fréttaflutningur“

Trumpistar brjálaðir út í 60 mínútur – „Þessi ógeðslega hlutdrægni og vanstillti fréttaflutningur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita