Skógar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir breytingum á úrkomumagni ef breytingin er viðvarandi til langs tíma. Tré eiga einfaldlega á hættu að drepast ef þau fá ekki nægt vatn.
Niðurstaða rannsóknarinnar hefur verið birt í Nature Communication. Fram kemur að þessar breytingar geti eytt regnskógum og þar með aukið hættuna á eldum.
Vísindamenn notuðu nýjust gögn um loftslagið til að spá fyrir um hvernig regnskógar breytast þegar dregur úr úrkomumagni. Þeir beindu sjónum sínum sérstaklega að afleiðingum notkunar jarðefnaeldsneytis til aldamóta. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að úrkomumagn sé nú þegar svo lítið að allt að 40% skóga eigi á hættu að breytast í eitthvað sem líkist frekar steppum en skógi. Það verða færri tré og miklu minni fjölbreytileiki í vistkerfinu.