Niðurstaða nýrrar rannsóknar sem USA Today og Columbia Journalism Investigation, ásamt fleirum, gerðu sýnir að væntanlega munu mörg bréfatkvæði ekki gilda þegar talið verður.
Ástæðan getur verið að vitni hafi ekki skrifað undir, að atkvæðið hafi ekki verið í opinberu umslagi eða óvissa um undirskrift. Þetta eru algengustu ástæðurnar en þær geta verið fleiri. Það eykur á umfangið að reiknað er með að margir þeirra sem kjósa í ár séu að kjósa í fyrsta sinn.
Miðað við reynsluna af fyrr forsetakosningum gæti svo farið að rúmlega ein milljón bréfatkvæða telji ekki með í úrslitunum ef miðað er við að helmingur kjósenda kjósi bréfleiðis. Talan gæti orðið rúmlega 1,5 milljónir atkvæða ef þrír fjórðu hlutar kjósenda kjósa bréfleiðis.
Ef síðari talan verður að veruleika þýðir það að 185.000 bréfatkvæði munu ekki telja með í Flórída, Norður-Karólínu, Pennsylvania og Wisconsin en þessi ríki eru lykilríki og mikilvægt að sigra í þeim til að fá lyklavöldin að Hvíta húsinu.
Samkvæmt frétt MSN eru þetta bara áætlanir. Ef um tvö prósent bréfatkvæða verði úrskurðuð ógild þá þýði það 2,15 milljónir atkvæða.