fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Kórónuveiran getur hugsanlega valdið heyrnarleysi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. október 2020 06:41

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að kórónuveiran, sem veldur COVID-19, geti orsakað heyrnarleysi, að hluta eða algjörlega, hjá þeim sem smitast af veirunni. Áður var vitað að veiran getur haft áhrif á bragð- og þefskyn fólks.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að heyrnarskerðing geti verið varanleg afleiðing smits. Dæmi er tekið um 45 ára karlmann, sem þjáðist af astma, sem var lagður inn á gjörgæsludeild með COVID-19.

Viku eftir að hann var útskrifaður af sjúkrahúsi fékk hann suð í vinstra eyrað og síðan missti hann heyrn að hluta. Hann fékk sterameðferð í kjölfarið og hefur endurheimt hluta af heyrninni. Þetta er fyrsta svona tilfellið í Bretlandi en ekki í heiminum.

Niðurstöður annarrar rannsóknar, sem Kevin Munro prófessor við Manchester University, gerði á 121 kórónuveirusmituðum einstaklingi kom í ljós að 16 höfðu tapað heyrn að hluta eftir að þeir voru útskrifaðir af sjúkrahúsi.

Ekki er þó alveg öruggt að það sé kórónuveiran sem á sök á heyrnartapi en það verður nú rannsakað nánar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið