Í bréfinu segja vísindamennirnir að áhuginn á að ná hjarðónæmi eigi uppruna sinn að rekja til „víðtækrar siðspillingar og minnkandi traust“ vegna þeirra sóttvarnaraðgerða sem gripið hefur verið til í mörgum ríkjum í kjölfar nýrrar bylgju faraldursins.
Þeir segja að hugmyndin um að vernda viðkvæma hópa en leyfa veirunni að dreifa sér meðal þeirra sem eru í minni áhættu sé röng. Það að leyfa veirunni að dreifa sér stjórnlaust meðal ungs fólks auki líkurnar á miklum veikindum og dauðsföllum. Auk fórnarkostnaðar í mannslífum myndi þetta hafa áhrif á vinnumarkaðinn og yfirfylla heilbrigðisstofnanir sem þyrftu að veita nauðsynlega aðhlynningu.
The Guardian segir að meðal þeirra sem skrifi undir bréfið séu sérfræðingar í lýðheilsu, farsóttafræðingar, veirufræðingar, sálfræðingar, læknar og stærðfræðingar.