Magnið var þvílíkt að það tók lögregluna og sprengjusérfræðinga hennar alla nóttina að flytja það á brott. Ekki er talið að nágrönnunum hafi stafað hætta af vopnunum og skotfærunum.
Sprengjusérfræðingar hersins aðstoðuðu lögregluna og hófust strax handa við að eyðileggja skotfæri sem ekki voru talin örugg.
Norska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni lögreglunnar að ekki sé talið að sprengihætta hafi verið á staðnum og að ekki hafi stafað hætta af flugskeytinu.
Lögmaður hins handtekna sagði að skjólstæðingur hans væri vopnasafnari og hafi haft heimild til að safna vopnum.