Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Mið- og Vestur-Sjálandi í Danmörku. Þar kemur fram að maðurinn, sem býr í Holbæk, hafi verið handtekinn í skamma stund vegna málsins sem hófst klukkan 17.19 á sunnudaginn þegar lögreglunni var tilkynnt að maðurinn hefði hlaupið með öxi á lofti á eftir tveimur 11 ára börnum sem höfðu gert bjölluat hjá honum.
Hann hafði fengið sig fullsaddan af þessum leik barnanna og náði sér í öxi og hafði í hótunum við börnin.
Ekki liggur fyrir hverjir eftirmálarnir verða.