fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Facebook stækkar gagnaver sitt í Óðinsvéum – Heildarfjárfesting upp á 220 milljarða

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. október 2020 11:06

Gagnaver kosta greinilega skildinginn Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búið er að taka fyrstu skóflustunguna að þriðju byggingunni í gagnaveri Facebook í Óðinsvéum í Danmörku. Reiknað er með að byggingin verði tekin í notkun 2023. Í henni verða netþjónar geymdir og starfræktir eins og í hinum tveimur sem voru teknar í notkun fyrir um ári síðan. Í heildina fjárfestir Facebook sem svarar til um 220 milljörðum íslenskra króna í gagnaverinu í Óðinsvéum.

Fyens Stiftstidende skýrir frá þessu. Netþjónarnir leggja sitt af mörkum við rekstur hins gríðarlega stóra og vinsæla samfélagsmiðils.

Allir þessir netþjónar framleiða mikinn hita sem er nýttur af fjarvarmafyrirtækinu Fjernvarme Fyn sem nýtir hann sem orku fyrir viðskiptavini sína.

Nýja byggingin er um 30.000 fermetrar en þær tvær sem fyrir eru, eru um 56.000 fermetrar. Um 900 manns munu starfa við að reisa bygginguna. Facebook reiknar með að þegar upp verði staðið verði gagnaverið orðið um hálf milljón fermetra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift