fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Þetta eru helstu einkenni COVID-19

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. október 2020 05:45

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að heimsfaraldur kórónuveirunnar braust út hafa vísindamenn lært margt um veiruna og COVID-19 sjúkdóminn sem hún veldur. En mörgum spurningum er enn ósvarað og meðal þeirra mikilvægustu eru kannski spurningarnar um hversu margir þeirra sem smitast munu glíma við langvarandi og jafnvel varanleg einkenni og heilsufarsvandamál?

COVID-19 getur eins og margir aðrir sjúkdómar haft varanlegar afleiðingar í för með sér. Sumir þeirra sem hafa sýkst finna fyrir einkennum vikum og jafnvel mánuðum eftir að þeir sýktust, það á einnig við um marga sem veiktust ekki svo mikið að leggja þyrfti þá inn á sjúkrahús.

Rannsóknir á sjúklingum hafa leitt í ljós að sumir hafa orðið fyrir tjóni á hjarta, lungum og nýrum og einnig hafa komið fram upplýsingar um varanleg áhrif veirunnar á heilann en sumir hafa skýrt frá mikilli þreytu eftir áreynslu og segjast einnig finna fyrir heilaþoku sem er einkenni síþreytu.

Samkvæmt umfjöllunum USA Today og Bloomberg þá hefur verið tilkynnt um tæplega 100 mismunandi langtíma áhrif COVID-19 á heilsu fólks. Sum þessara einkenna eru töluvert frábrugðin hefðbundnum einkennum COVID-19 smits. Hér á eftir er yfirlit yfir helstu einkenni COVID-19 smits samkvæmt samantektum fyrrgreindra miðla en þær eru byggðar á upplýsingum frá vísindamönnum og sjúklingum.

 

  • Þreyta er einkenni sem flestir ef ekki allir finna fyrir.
  • Beinverkir leggjast á um 68%.
  • Mæði eða öndunarörðugleikar hrjá um tvo þriðju.
  • Geta ekki stundað hreyfingu eða líkamsrækt er eitthvað sem 58% skýra frá.
  • Höfuðverkur hrjáir um 58%.
  • Einbeitingarleysi hrjáir 57%.
  • Svefnvandamál hrjá um 48%.
  • Minnisvandamál hrjá um 45%.
  • Viðvarandi brjóstverkur eða þrýstingur hrjáir um 40%.
  • Svimi hrjáir tæplega 40%.
  • Rúmlega 37% þjást af hósta.

 

Mynd/Bloomberg
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið