Þetta sagði hann á fréttamannafundi á mánudaginn. Hann sagði ekki hver, hverjir eða hvaða ríki hafi viðrað þessar hugmyndir. Hann sagði að hjarðónæmi hafi aldrei verið notað sem áætlun til að bregðast við faraldri. Hann segir slíkt vera óviðeigandi, bæði vísindalega og siðferðilega.
„Að láta veiru, sem við skiljum ekki til fulls, vera stjórnlausa er einfaldlega siðlaust. Það er ekki hægt,“
sagði hann.
Hann sagði að hjarðónæmi væri hugtak sem er notað í tengslum við bóluefni þegar réttum þröskuldi er náð hvað varðar fjölda ónæmra einstaklinga. Til dæmis er talið að ef 95% fólks er bólusett gegn mislingum þá njóti hin 5% verndar gegn sjúkdómnum.
„Hjarðónæmi næst með því að vernda fólk gegn veiru, ekki með því að smita það af henni,“
sagði hann.