Þorgrímur Þráinsson starfsmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur greinst með Covid smit. Fyrr í dag sagði 433.is frá því að smit væri í herbúðum karlalandsliðsins og að allir starfsmenn þess væru komnir í sóttkví meðan unnið væri að smitrakningu.
Vísir.is hefur eftir Þorgrími að hann sé „blóraböggullinn,“ en að hann sé ánægður með að þetta sé hann en ekki einhver annar. Þorgrímur segist þar vera stálsleginn og ekki finna fyrir neinum einkennum og undirstrikar að það sé ekkert feimnismál að hann sé smitaður.
Eins og kunnugt er er Þorgrímur sjálfur í þrusuformi enda afreksíþróttamaður sjálfur. Líklegt er talið að hn „Það eru endalausir snertifletir, við vorum ekki einir á hótelinu,“ segir Þorgrímur við Vísir.is
Eins og áður sagði virðast landsliðsmenn sleppa við að fara í sóttkví og því ekkert sem kemur í veg fyrir að leikurinn gegn Belgíu geti farið fram. Þó er ljóst að þjálfarar liðsins, Erik Hamrén og Freyr Alexandersson muni ekki stýra liðinu, en þeir eru báðir í sóttkví.
Þorgrímur segir í viðtalinu vera að bíða eftir mótefnamælingu, og ekki loku fyrir það skotið að hann gæti „fengið góðar fréttir“ seinna í dag. Möguleiki sé því fyrir hendi að um sé að ræða gamalt smit.