Bild skýrir frá þessu. Fram kemur að þessi undarlega hegðun mannsins hafi byrjað 2017. Hann sótti síðan um starf sem garðyrkjumaður í kirkjugarðinum í Bad Soden til að auðvelda aðgengi sitt að fórnarlömbum sínum, hinum látnu. Eftir því sem maðurinn segir vildi hann hefna sína á borginni Frankfurt með þessu. En ekki hefur fengist nánari skýring á hvernig þjófnaður á mannabeinum og duftkerum átti að koma fram hefndum yfir heilli borg.
Maðurinn geymdi duftkerin og beinin heima hjá sér. Það komst upp um hann þegar lögreglan hafði komið upp eftirlitsmyndavélum haustið 2019. Við leit heima hjá manninum fundust rúmlega 300 duftker, um 3.000 mannabein og 400 legsteinar.
Í maí var maðurinn dæmdur til tveggja ára vistunar á viðeigandi stofnun. Stór hluti af málum hans er enn óafgreiddur.