fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Átakanleg frásögn Heiðrúnar af slysinu á Kjalarnesi – „Ég vissi um leið að pabbi væri dáinn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 12. október 2020 22:39

Heiðrún Finnsdóttir. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðrún Finnsdóttir er dóttir Finns Einarssonar sem lést ásamt eiginkonu sinni Jóhönnu Sigríði Sigurðardóttur í vélhjólaslysi á Kjalarnesi þann 28. júní síðasta sumar, er þau fóru um nýlagðan og flughálan vegakafla með þeim afleiðingum að þau lentu utan í húsbíl. Kom í ljós að efnið í nýlagða veginum var vitlaust blandað.

Gallaða klæðningin á veginum hafði verið lögð þremur dögum áður en hún var enn svo hál að sjúkrabíll sem kom á vettvang rann út af veginum. Vegagerðin telur að slysið hafi orðið vegna þess að verktakinn og eftirlitsaðilinn brugðust. Aðrir varpa ábyrgðinni á Vegagerðina.

Heiðrún, dóttir Finns, var í viðtali við Kastljós í kvöld. Þar lýsir hún atvikinu er henni var tilkynnt um lát föður hennar. Heiðrún var stödd í Krónunni í Lindum við innkaup ásamt eiginmanni sínum  og syni er hún fékk símtal frá rannsóknarlögreglunni. „Þar kynnir sig lögreglumaður og þá bara vissi ég þetta. Ég vissi um leið að pabbi væri dáinn,“ segir Heiðrún. Henni leið eins og hún væri ein í versluninni en þar var fjöldi fólks. Eiginmaður hennar sá strax að ekki var allt með felldu. „Lögreglumaðurinn kynnir sig og biður mig um að koma á heimili pabba. Ég neita því nema hann segi mér hvort pabbi sé dáinn. Sem hann vill ekki gera í símann, hann vildi gera það í eigin persónu, en ég næ því upp úr lögreglumanninum að pabbi minn sé dáinn. Það var allt sem ég þurfti að vita. Ég vissi að þetta væri mótorhjólaslys. Það var engin önnur útskýring á því að pabbi minn væri dáinn.“

Faðir Heiðrúnar, Finnur, var vélhjólamaður af lífi og sál, en Jóhanna Sigríður, stjúpmóðir hennar var heldur ragari á hjólinu en lærði að meta sportið og félagsskapinn sem fylgdi því. Að sögn Heiðrúnar voru þau bæði meðvituð um hættuna af óvönduðu malbiki:

„Pabbi var mjög meðvitaður um þetta. Þetta var eitthvað sem hann hafði bölvað í sand og ösku, og hann lá ekkert á skoðunum sínum um malbik og vegi. En hann var mjög meðvitaður um þetta,“ segði Heiðrún í Kastljósi. Hún ætlar að leitar réttlætis fyrir foreldra sína og vill að verklagsreglum við vegagerð á Íslandi verði breytt:

„Ég myndi vilja að eftirlitið yrði frá samgönguráðuneytinu og algerlega óháð Vegagerðinni. Það segir sig sjálft að þegar þú býður út verkið og boðið er í það fær lægstbjóðandi verkið. Og verkfræðistofan sem tekur út og á að hafa eftirlit með verkinu fær borgað frá Vegagerðinni. Og það er hagur þeirra að fá aftur vinnu hjá þeim.“

Heiðrún segist ekki skilja hvernig Vegagerðinni og verktökum hennar hafi dottið í hug að skilja við vegakaflann í þessu ástandi: „Það ætti öllum að vera ljóst að þarna er stórhættulegt malbik á ferðinni því það er spegilslétt. Bílarnir sem stoppuðu í stutta stund tóku tjöruna með sér þegar þeir fóru af stað. Þetta átti ekkert að fara fram hjá svona reynsluboltum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Lögregla lýsir eftir Jakub Chojnowski

Lögregla lýsir eftir Jakub Chojnowski
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að svona geti Evrópa varið sig án stuðnings Bandaríkjanna

Segir að svona geti Evrópa varið sig án stuðnings Bandaríkjanna