Karlmaður fannst látinn í Kópavogi í nótt. Vísir greinir frá málinu en samlvæmt heimildum þeirra fannst maðurinn látinn í söfnunargámi Rauða krossins. Þá er talið að maðurinn hafi fest sig í umræddum söfnunargámi.
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild Lögreglu, sagði í samtali við Vísi að ekki væri talið að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti.
Enn fremur barst svohljóðandi tilkynning frá lögreglu vegna málsins:
„Karlmaður um þrítugt fannst látinn í vesturbæ Kópavogs á áttunda tímanum í morgun. Talið er að maðurinn hafi látist af slysförum.“