fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Lögreglan óskar eftir vitnum vegna mannslátsins – Hringdi en enginn svaraði

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 12. október 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið í fréttum brann húsbíll við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu um helgina. Í bílnum fundust líkamsleifar karlmanns á fertugsaldri. Nú leitar lögreglan að vitnum vegna málsins.

Neyðarlínunni barst tilkynning um eldinn skömmu fyrir miðnætti á föstudagskvöldið. Starfsmaður Neyðarlínunnar vísaði tilkynnanda áfram til lögreglunnar en hún svaraði ekki, síminn hringdi út. Morgunblaðið skýrði frá þessu í dag. Fram kemur að lögreglunni hafi svo borist tilkynning um bílinn á laugardaginn klukkan 13.30. Þá var bíllinn illa útileikinn og mikið brunninn. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið og sagði að skoðað verði af hverju tilkynningin á föstudagskvöldið hafi ekki skilað sér til lögreglunnar.

Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir að það hafi verið sumarhúsaeigendur í Grafningi sem hringdu í Neyðarlínuna á föstudagskvöldið þegar þeir töldu sig sjá eld hinum megin Sogsins. Þeir töldu sig einnig sjá bremsuljós bifreiðar. Það getur ekki hafa verið húsbíllinn sem brann því framendi hans sneri að vatninu.

Lögreglan leitar að vitnum

Nú hefur lögreglan tjáð sig um málið í tilkynningu á heimasíðu sinni. „Við rannsókn á bruna í húsbíl í landi Torfastaða í Grafningi hefur komið fram að um kl. 23:30 föstudaginn 9. október var tilkynnt til Neyðarlínu um eld sem gæti mögulega verið í bíl eða húsi og tiltekið í tilkynningunni að eldurinn væri í landi Torfastaða. Tilkynnanda var gefið samband frá Neyðarlínu til fjarskiptamiðstöðvar lögreglu en þar virðist, að hans sögn, hafa hringt út,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Þá segir að í ljósi tímasetningarinnar á brunanum sé sérstaklega óskað eftir því að heyra frá þeim sem voru á ferðinni í Grafningi og þar í grennd um kl 22:00 og fram að miðnætti síðastliðins föstudags. Lögreglan er því að leita að vitnum. „Tilkynnandi sá sem hringdi í Neyðarlínu talaði sérstaklega um mögulega umferð ökutækis við brunavettvanginn þegar eldurinn var hvað mestur og óskar lögreglan eftir því að fá upplýsingar frá þeim sem þar hefur mögulega verið á ferðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi