The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að Fagan hafi notað sömu andlitsgrímuna dögum ef ekki vikum saman vegna skorts á hlífðarbúnaði fyrir hjúkrunarfólk á HCA Houston Healthcare West sjúkrahúsinu sem hún starfaði á.
Um andlitsgrímu af gerðinni N95 var að ræða en bandarísk yfirvöld segja að ekki megi nota hana nema fimm sinnum að hámarki.
Ekki er vitað hvernig Fagan smitaðist en hún annaðist marga COVID-19 sjúklinga á sjúkrahúsinu.
Talsmenn sjúkrahússins hafa ekki viljað tjá sig um málið.
Fagan var einn 250 heilbrigðisstarfsmanna í suður- og vesturríkjum Bandaríkjanna sem létust í sumar af völdum COVID-19.