fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Skuggi einangrunar vofir yfir Eyjamönnum – Stefnir í fluglausan vetur og málefni Herjólfs enn í hnút

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 11. október 2020 11:00

Nú verða Eyjamenn að reiða sig á Herjólf þar sem ekkert áætlunarflug verður í boði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svört staða er uppi í samgöngumálum Eyjamanna. Nú blasir við að ekkert áætlunarflug verði til Vestmannaeyja í vetur og enn hafa starfsmenn Herjólfs ekki verið endurráðnir. Nýhafnar eru samningaviðræður milli Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar og segir í fundargerð bæjarstjórnar að allur samningurinn sé undir. Ólíklegt þykir að nokkuð muni skýrast í málefnum Herjólfs fyrr en þær samningaviðræður klárast.

Þann 1. september sagði DV frá því að öllum starfsmönnum Herjólfs hafi verið sagt upp og að Ernir hygðist hætta áætlunarflugi sem flugfélagið hafði staðið að síðastliðin ár. Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans og formaður bæjarráðs Vestmannaeyja, sagði þá við DV að ákvörðun Ernis væri mikil vonbrigði og aðdragandinn hafi verið stuttur. „Flugsamgöngur eru engin lúxus. Öryggi Eyjamanna sé undir, auk þess sem að atvinnulífið reiði sig á eins öruggar flugsamgöngur til Eyja og náttúran leyfir,“ sagði Njáll.

Síðan þá virðist lítið hafa þokast, að minnsta kosti hvað vetrarsamgöngur varðar. Í vikunni var reyndar tilkynnt að Air Iceland Connect hygðist hefja áætlunarflug á markaðsforsendum til Vestmannaeyja frá og með næsta vori. Annar örsigur virðist hafa náðst í vikunni þegar Isavia dró til baka uppsagnir allra þriggja starfsmanna flugvallarins. Íris Róbertsdóttir fagnaði þessum sigrum innilega í samtali við DV: „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir bæði af Isavia og áætlunarfluginu. Það er góð tilfinning þegar árangur næst með samtali og samvinnu við aðila. Alltaf er hægt enn betur en þetta eru mjög góð skref,“ sagði Íris. Með því að halda í starfsmennina þrjá verður hægt að tryggja viðhald vallarins í vetur og auka notkunarmöguleika hans. Völlurinn verður þá í hið minnsta aðgengilegur sjúkraflugi, þó ekkert yrði áætlunarflugið.

Air Iceland Connect, áður Flugfélag Íslands, ætti nú að þekkja flugvöllinn í Vestmannaeyjum enda flaug flugfélagið þangað í áraraðir. Fluginu hætti félagið þegar ríkisstyrkir til innanlandsflugs voru aflagðir í ríkisstjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur.

Enn eru allir starfsmenn Herjólfs að vinna sinn uppsagnarfrest. Hann klárast 1. desember og eru samgöngur á sjó ótryggðar með öllu eftir það. Bærinn vinnur nú að endurskoðun þjónustusamnings við Vegagerðina um rekstur ferjunnar. Rekstur hennar var áður á höndum Vegagerðarinnar en eftir óánægju Eyjamanna með rekstur hennar og þjónustu var reksturinn færður til bæjarins á grundvelli þjónustusamnings. Án þjónustusamnings er enginn Herjólfur, og án Herjólfs engar samgöngur á sjó, bersýnilega.

Í fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja um Herjólfsmálið segir:

Bæjarráð leggur áherslu á að niðurstöður viðræðna milli samninganefndar Vestmannaeyja og Vegagerðarinnar vegna rekstur Herjólfs skýrist fljótt svo hægt sé að eyða óvissu félagsins og starfsmanna um framhaldið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi