fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Leiðari

Margmennisskömm: Helsýkt á barnum

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 9. október 2020 15:50

Peacemerkið bjargar engu! Það þíðir ekkert að nota grímu ef þú gerir það eins og fífl. Hún verður að fara yfir nefið!!!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðari þessi birtist í helgarblaði DV í dag.

Boðum og bönnum fylgja brot og alls konar bit. Og jafnvel þó að eitthvað sé ekki bannað getur það verið „illa séð“. Hornaugað er sjaldnast huggulegt.

Þannig hófst kvöld eitt fyrir nokkrum vikum. Ég hitti samstarfskonu mína í einn drykk á rólegum stað, snemma kvölds. Kom mér heim á skikkanlegum tíma, með sprittið í veskinu og frekar bjartsýn á lífið.

Vaknaði á laugardegi með óttann og kvíðann. Hvað hafði ég verið að hugsa? Að umgangast fólk á vínveitingastað á þessu ári? Ónei. Við værum örugglega báðar sýktar.

Helsýktar.

Jesús minn, það rýkur örugglega úr mér. Ég er geislavirk af veiru – og skömm.

Ég krosslagði hendur á bringunni og veltist um í eftirsjá. Klukkan var ekki orðin sjö og ég búin að klúðra þessu lífi. Ég reyndi kerfislega að hugsa um sóttvarnahólfin í fyrirtækinu. Ef við vín-konurnar værum sýktar myndum við hægt og rólega sýkja allt fyrirtækið út frá okkur.

Ég myndi eitra B-hólf og hún A-hólf.

Ég fann svitann spretta fram á efri vörinni og langaði að biðja einhvern afsökunar. Hvern? Víði? Ég braut ekki lög eða reglur. Þórólf? Ég sprittaði mig. Ölmu? Ég faðmaði engan né frussaði. Ó, guð, ég talaði samt hátt. Æ, nei, ég hef örugglega frussað smá á einhverjum tímapunkti. Jafnvel mikið.

Ég velti mér yfir á hina hliðina. Ég get ekki leyft þessu að gerast! Þetta er verkefni – ég er nú með mastersgráðu í verkefna-stjórnun. Koma svo – hugsa þetta í lag.

Ég sýki B-hólf og hún A-hólf. En þá er C-hólf enn ósýkt!

Guði sé lof. Fréttablaðið getur þá haldið áfram. Ég er ekki búin að gera út af við fyrirtækið mitt.

ÓNEI! Skyndilega. Mjög skyndilega, mundi ég það.

Ég hafði hitt dóttur manns sem starfar í C-hólfinu. Ég talaði við hana. Ég sýkti hana pottþétt. Hún býr hjá föður sínum sem er nú fórnarlamb mitt. Elsku barnið fer heim – sýkir pabba sinn og nú er C-hólfið orðið sýkt.

Ég get ekkert gert annað en að draga upp fyrir haus. Ég finn strax hvernig andþyngslin gera vart við sig.

Öll hólf sýkt!

Smitskömmin hellist yfir mig eins og flatt diet-kók yfir klaka. Taugakerfið víbrar.

Eftir á að hyggja er líklega minna álag á alla ef ég fæ mér bara rauðvínsglas heima og horfi á Friends það sem eftir er árs. Dósahláturinn verður að duga í bili. Skárra en margmennisskömm og smitbit.

 

Ps: notið grímurnar rétt – yfir nef og ekki tala stanslaust svo hún skríði ekk upp eða niður eða burt. (Ég tala af reynslu)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Amorim styður hugmynd United að sækja hann aftur

Amorim styður hugmynd United að sækja hann aftur
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Telur líkur á því að nýr samningur Guardiola sé sniðinn að því að hann taki svo við enska landsliðinu

Telur líkur á því að nýr samningur Guardiola sé sniðinn að því að hann taki svo við enska landsliðinu
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Óvenjulegt mál – Dæmdur fyrir að lokka konuna sína úr landi

Óvenjulegt mál – Dæmdur fyrir að lokka konuna sína úr landi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann