The Guardian skýrir frá þessu. Frydenberg sagði að í fjárlagafrumvarpinu sé gert ráð fyrir að landamærin verði lokuð fyrir erlendum ferðamönnum og námsmönnum til ársloka 2021.
„Eftir það fá þeir smátt og smátt að koma aftur,“
sagði hann og bætti við að ríkisstjórnin vænti þess að vera komin með aðgang að bóluefni gegn kórónuveirunni á þeim tímapunkti.
Lokun landamæranna gildir fyrir öll ríki en þó með einstaka undantekningum. Til dæmis vonast ástralska ríkisstjórnin til að geta komið á samstarfi við Nýja-Sjáland um að heimila ríkisborgurum þaðan að ferðast til ákveðinna áfangastaða í Ástralíu. Í fyrstu geta Ástralir ekki farið til Nýja-Sjálands en ríkisstjórnin vonast til að það verði hægt í lok árs.