fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
433Sport

Stjórnarmaður KSÍ fær gagnrýni fyrir að stíga fram í kvöld og gagnrýna eina af stjörnum liðsins

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. október 2020 22:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valgeir Sigurðsson sem á sæti í stjórn KSÍ fór mikinn á Twitter í kvöld og gagnrýndi Kolbein Sigþórsson framherja íslenska liðsins eftir frækinn sigur á Rúmeníu. Segja má að Valgeir hafi fengið mjög misjöfn viðbrögð við færslu sinni og flestir gagnrýna hann fyrir færslur sínar.

Valgeir sem kemur úr Stjörnunni var kjörinn í stjórn KSÍ á ársþingi sambandsins. „Eftir leik: Góður sigur Íslands., Gylfi! Aron Einar! Guðlaugur Victor orðinn lykilmaður, síðasti landsleikur Kolbeins? Tólfan með sitt á hreinu,“ skrifar Valgeir og virðist ekki vilja sjá Kolbein aftur í treyju liðsins.


Kolbeinn kom inn sem varamaður fyrir Alfreð Finnbogason í leiknum en framherjinn er markahæsti leikmaður í sögu Íslands ásamt Eiði Smára Guðjohnsen.

Þórður Einarsson einn af fimm þjálfurum Þróttar segir. „Er það samt hlutverk stjórnarmanna í KSÍ að tvíta svona um einstaka leikmenn liðsins . Óheppilegt.“

Valgeir segir að Kolbeinn sé að missa af lestinni. „Það er samkeppni um þessa stöðu. Mögulega er Kolbeinn að missa af lestinni. Vona að ég hafi rangt fyrir mér en set spurningamerki við frammistöðu þessar 20 mín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Menn spurðir spjörunum úr fyrir kvöldið – Gylfi Þór opinberar með hverjum hann heldur í enska boltanum

Menn spurðir spjörunum úr fyrir kvöldið – Gylfi Þór opinberar með hverjum hann heldur í enska boltanum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kjartan hrósar nafna sínum í hástert – „Ekki margir á hans aldri sem myndu taka þessa ákvörðun“

Kjartan hrósar nafna sínum í hástert – „Ekki margir á hans aldri sem myndu taka þessa ákvörðun“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

KSÍ ræður þrjá til starfa – Ekki verið gert áður

KSÍ ræður þrjá til starfa – Ekki verið gert áður
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skoða að reka hann og eru klárir með arftaka

Skoða að reka hann og eru klárir með arftaka
433Sport
Í gær

Heimir Hallgríms lét sitt ekki eftir liggja þegar hitarör voru lögð í Vestmannaeyjum

Heimir Hallgríms lét sitt ekki eftir liggja þegar hitarör voru lögð í Vestmannaeyjum
433Sport
Í gær

Fékk athyglisverða spurningu varðandi launin – ,,Það er stóra spurningin“

Fékk athyglisverða spurningu varðandi launin – ,,Það er stóra spurningin“
433Sport
Í gær

Moldríku eigendurnir vilja eignast annað félag – Mun kosta 100 milljónir evra

Moldríku eigendurnir vilja eignast annað félag – Mun kosta 100 milljónir evra
433Sport
Í gær

Áfall fyrir Arsenal – Mikil pressa frá Real Madrid

Áfall fyrir Arsenal – Mikil pressa frá Real Madrid