fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fréttir

Hrönn fékk skuggalega hótun á framrúðuna sína – „Svona skilaboð hjálpa ekki til“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 8. október 2020 15:46

Myndefni frá Facebook. Samsett mynd DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrönn Róbertsdóttir, ungur tölvunarfræðingur sem býr í miðborginni, fékk óþægileg og fullkomlega óviðeigandi skilaboða á framrúðu bílsins sem eftir að hafa lagt honum á Barónsstíg. Einhver skrifaði eftirfarandi texta á ensku á minnismiða og festi á framrúðuna:

„If you park like an idiot next time I will cut your TIRES!!“ – Ef þú leggur aftur eins og fáviti mun ég skera í dekkin þín.

Hrönn var sem von er illa brugðið við þetta og ákvað hún að greina frá málinu á Facebook. Þar kemur einnig í ljós að hún gat ekki vegna aðstæðna lagt bílnum öðruvísi en hún lagði honum:

„Hæ þú sem skildir eftir þennan miða á bílnum mínum:
Fyrirgefðu innilega að ég særði þig svo illa að þú fannst þig knúinn/na til þess að hóta því að skemma bílinn minn.
Ég veit sjálf að ég þarf ekkert að afsaka mig en mér finnst frekar ósanngjarnt að þetta samtal byrji og endi þín megin þannig ég ákvað að henda þessu hingað inn í von um að þú sért meðlimur og láta þig vita að ég var ekki að leika mér að því að taka tvö stæði (ég held að fæstir myndu gera það) heldur gerðu bílarnir sem voru lagðir þarna á undan mér það að verkum að minn bíll endaði á milli tveggja stæða en svo þegar þeir fara þá lít ég vissulega út eins og auli.
Þannig það er ekki alltaf allt sem sýnist og stundum verður fólki einfaldlega á, en sama hvað þá get ég lofað þér því að svona skilaboð hjálpa ekki til.
Verum öll vinir, það kostar ekkert að sýna tillitssemi og að vera næs! ❤️
Í stuttu spjalli við DV sagðist Hrönn ekki vita hver var hér að verki en hún vonar innilega að tilkynningin á Facebook (sem hún birti bæði á síðu sinni og í FB-hóp miðborgarbúa) nái athygli hans og hann hugsi sig um tvisvar áður en hann lætur svona frá sér aftur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Afbrotafræðingur tjáir sig um tálbeituaðgerðir í ljósi manndrápsmálsins – „Villta vestrið leysir ekki málin og notkun tálbeitu er varasöm“

Afbrotafræðingur tjáir sig um tálbeituaðgerðir í ljósi manndrápsmálsins – „Villta vestrið leysir ekki málin og notkun tálbeitu er varasöm“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sofia fannst látin – Meintur gerandi hennar lést áður en til ákæru kom

Sofia fannst látin – Meintur gerandi hennar lést áður en til ákæru kom
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Enn ein svikasíðan í skjóli á Kalkofnsveginum – Logið upp á fræga leikkonu

Enn ein svikasíðan í skjóli á Kalkofnsveginum – Logið upp á fræga leikkonu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Elliði tjáir sig um manndrápsmálið – „Eftir voveifilegan atburð getur samfélagið fundið leiðir til að standa saman“

Elliði tjáir sig um manndrápsmálið – „Eftir voveifilegan atburð getur samfélagið fundið leiðir til að standa saman“
Fréttir
Í gær

Alfreð Erling sýknaður – Gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun

Alfreð Erling sýknaður – Gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun
Fréttir
Í gær

Guðni segir að Sigurður Ingi þurfi að herða sig: „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“

Guðni segir að Sigurður Ingi þurfi að herða sig: „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“