fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Trump segir að COVID-19 smitið hafi verið „blessun frá guði“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. október 2020 05:45

Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er snúinn aftur til starfa í Hvíta húsinu eftir innlögn á Walter Reed hersjúkrahúsið fyrir helgi eftir að hann greindist með COVID-19. Trump birti myndband í gær af sér sem á að sýna að hann sé mættur aftur til starfa á nýjan leik. Í myndbandinu segir hann að smitið hafi verið „blessun frá guði“ því hann hafi lært um hugsanleg lyf gegn sjúkdómnum.

CNN segir að Trump virðist vera glaður en hann hafi virst andstuttur á köflum og hafi virst vera með andlitsfarða. Einnig virðist sem myndbandið hafi verið klippt til.

„Ég held að það hafi verið blessun frá guði að ég smitaðist. Þetta var blessun í dulargervi,“

sagði hann um COVID-19 og eigin reynslu af tilraunum með lyf gegn veirunni á meðan hann dvaldi á sjúkrahúsinu. Hann nefndi sérstaklega stóran skammt af mótefnablöndu frá Regeneron sem hann sagðist hafa beðið lækna um að gefa sér. Þetta hafi átt sinn þátt í bata hans. Hann sagði lyfið „lækningu“ og að hann muni gera það aðgengilegt fyrir alla Bandaríkjamenn, þeim að kostnaðarlausu.

„Ég vil að allir fái sömu meðferð og forsetinn ykkar. Þetta var ótrúlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið