Uggur er í íbúum Siglufjarðar eftir að grímuklæddur þjófur gekk inn í þó nokkur hús í bænum síðastliðna nótt. Segir fréttavefurinn Trolli.is frá því að ekki sé vitað hvort maðurinn hafi verið einn á ferð eða átt sér vitorðsmenn. Honum er þar lýst sem dökkklæddum, fremur lágvöxnum og með svarta skíðagrímu.
Hefur Troll.is eftir lögreglunni að þar sem húsin voru öll ólæst telst athæfi mannsins, eða mannanna, húsbrot en ekki innbrot. Að minnsta kosti tveir einstaklingar urðu varir við óboðna gestinn og varð þeim mikið um að mæta manninum inni á heimili sínu um miðja nótt.
Verðmæti hurfu þar sem þjófurinn komst inn. Sigurbjörn Þorgeirsson lögreglumaður í Fjallabyggð segir í viðtali við fréttavefinn Trölla að málið sé grafalvarlegt. „Sérstaklega í ljósi þess að öll húsin voru ólæst og þurfa íbúar að horfa fram á nýjan raunveruleika, þar sem ekki er lengur óhætt að hafa húsin ólæst.“
Lögregla leitar enn mannsins og hvetur hún þá sem geta gefið upplýsingar um málið að hafa samband við lögregluna á Norðurlandi eystra í síma 444-2800.
Uppfært: 15:32 Lögregla á Norðurlandi eystra birti eftirfarandi tilkynningu um málið á Facebook síðu sinni eftir að frétt þessi fór í birtingu. er hún hér birt í heild sinni: