fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fréttir

Grímuklæddur maður óð inn í ólæst hús á Siglufirði í nótt – „Íbúar horfa fram á nýjan raunveruleika“

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 6. október 2020 15:18

mynd/samsett DV Trölli.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uggur er í íbúum Siglufjarðar eftir að grímuklæddur þjófur gekk inn í þó nokkur hús í bænum síðastliðna nótt. Segir fréttavefurinn Trolli.is frá því að ekki sé vitað hvort maðurinn hafi verið einn á ferð eða átt sér vitorðsmenn. Honum er þar lýst sem dökkklæddum, fremur lágvöxnum og með svarta skíðagrímu.

Hefur Troll.is eftir lögreglunni að þar sem húsin voru öll ólæst telst athæfi mannsins, eða mannanna, húsbrot en ekki innbrot. Að minnsta kosti tveir einstaklingar urðu varir við óboðna gestinn og varð þeim mikið um að mæta manninum inni á heimili sínu um miðja nótt.

Verðmæti hurfu þar sem þjófurinn komst inn. Sigurbjörn Þorgeirsson lögreglumaður í Fjallabyggð segir í viðtali við fréttavefinn Trölla að málið sé grafalvarlegt. „Sérstaklega í ljósi þess að öll húsin voru ólæst og þurfa íbúar að horfa fram á nýjan raunveruleika, þar sem ekki er lengur óhætt að hafa húsin ólæst.“

Lögregla leitar enn mannsins og hvetur hún þá sem geta gefið upplýsingar um málið að hafa samband við lögregluna á Norðurlandi eystra í síma 444-2800.

Uppfært: 15:32 Lögregla á Norðurlandi eystra birti eftirfarandi tilkynningu um málið á Facebook síðu sinni eftir að frétt þessi fór í birtingu. er hún hér birt í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Verðmætt skuldabréf týndist í Grindavík

Verðmætt skuldabréf týndist í Grindavík
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“
Fréttir
Í gær

Einn handtekinn til viðbótar vegna morðrannsóknar á Suðurlandi

Einn handtekinn til viðbótar vegna morðrannsóknar á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Árni deilir myndbandi af sænskri matarkörfu sinni – Hvað heldur þú að matarinnkaupin kosti?

Árni deilir myndbandi af sænskri matarkörfu sinni – Hvað heldur þú að matarinnkaupin kosti?
Fréttir
Í gær

Guðmundur Elís fær þriggja ára dóm – Hefur áður verið dæmdur fyrir gróft ofbeldi gegn kærustum og barnsmóður

Guðmundur Elís fær þriggja ára dóm – Hefur áður verið dæmdur fyrir gróft ofbeldi gegn kærustum og barnsmóður
Fréttir
Í gær

Dósasöfnun fótboltadrengja stolið –  „Þetta var mjög sárt fyrir þá, þetta er ekkert smá mikil vinna fyrir svona unga stráka“

Dósasöfnun fótboltadrengja stolið –  „Þetta var mjög sárt fyrir þá, þetta er ekkert smá mikil vinna fyrir svona unga stráka“