fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Ingvar Árni ákærður fyrir stórhættulega skotárás í Vogahverfi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 5. október 2020 15:30

Samsett mynd DV. Til vinstri er Ingvar Árni Ingvarsson og til hægri er Ruger-skammbyssa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingvar Árni Ingvarsson, 44 ára gamall Reykvíkingur, hefur verið ákærður fyrir stórhættulega skotárás með Ruger-skammbyssu á heimili sínu í Vogahverfi. Atvikið á að hafa átt sér stað laugardagsmorguninn 9. mars árið 2019. Er Ingvar sagður hafa beint skammbyssu út um glugga að heimili sínu í Vogahverfi og skotið fjórum skotum að tveimur mönnum. Mennirnir eru sagðir hafa leitað skjóls á bílastæði fyrir utan heimili Ingvars.

Málið var þingfest í dag en þess er krafist að Ingvar verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Ingvar hefur áður komið við sögu í sakamálum. Í byrjun mars var hann dæmdur í 60 daga fangelsi í Landsrétti vegna fjölda brota, meðal annars hótana í garð Dýralæknamiðstöðvarinnar í Grafarholti og innflutnings á gervi-skotvopnum, piparúða og anabólískum sterum. Árið 2000 var Ingvar dæmdur fyrir hlutdeild í stóru fíkniefnamáli.

Hótanir Ingvars í garð Dýralæknamiðstöðvarinnar í Grafarholti voru sprottnar af því að hann taldi dýralæknana hafa sýnt vanrækslu við meðferð á hundstík í eigu hans, Gloríu. Birti Ingvar hótanir sína á Facebook þar sem segir meðal annars: „Ég ætla að stúta þessum læknabeljum krepptum hnúum og þungum höggum.“

Í málinu sem nú er rekið gegn Ingvari kemur fram að hann hafði ekki skotvopnaleyfi er hann skaut úr byssunni út um gluggann á mennina tvo. Er hann sakaður um að hafa stofnað lífi þeirra í hættu en svo virðist sem þeir hafi sloppið ómeiddir þó að það sé ekki sagt berum orðum í ákærunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“