fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Móðir í Vesturbænum segir frá alvarlegu atviki sem átti sér stað í gær – „Það er sorglegt að hugsa til þess“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 4. október 2020 15:38

Mynd: Fréttablaðið/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir drengs á unglingsaldri í Vesturbænum segir frá eldri strákum sem sonur hennar rakst á þegar hann var á heimleið í gærkvöldi.

Strákarnir voru eldri en sonur konunnar og voru um það bil 10 saman í hóp að drekka bjór þegar sonur hennar lenti í þeim. „Þið hrópuðuð allskonar orðum að honum og reynduð að fá hann til að koma til ykkar til að slást við ykkur,“ segir móðirin þegar hún greinir frá málinu í Facebook-hóp hverfisins.

Sonur hennar náði rétt svo að finna sér rafhlaupahjól sem hann gat tekið á leigu til að komast undan strákunum. „Hann þurfti síðan að keyra út í blautt gras þar sem hann var næstum því búinn að slasa sig eftir að nokkrir af ykkur reyndu að stökkva fyrir hann og króa hann af í myrkrinu,“ segir móðirin.

Lenti í hnífaárás í Englandi

Atvik gærkvöldsins minnti soninn á alvarlega hnífaárás sem hann varð fyrir í Englandi í fyrra. „Strákurinn minn lenti í árás frá unglingsdrengjum þar sem einn var með hníf og réðst á hann á miðjum degi þar sem hann var að labba heim eftir bíóferð með vinum sínum. Þeir króuðu hann af og reyndu að ræna hann og annar stakk hann grunnt í kviðinn. Sonur minn náði að losna og hljóp eins hratt og hann gat heim,“ segir móðirin í samtali við DV um málið.

„Þetta atvik í gær vakti upp sama ótta og tók langan tíma að fá hann til að róast niður vegna adrenalíns,“ segir móðirin en sonur hennar hefur átt erfitt með að labba einn úti eftir atvikið á Englandi. Móðirin segir atvikið í gær hafa bætt gráu ofan á svart í þeim efnum.

„Sorglegt að hugsa til þess“

Í færslunni sem hún birti á Facebook sendi hún skilaboð til strákanna sem sonur hennar rakst á. „Ef þið sem að gerðuð þetta eruð að lesa þetta þá bið ég ykkur um að hugsa ykkur tvisvar um áður en þið takið upp á því að hegða ykkur á svona heimskulegan hátt því eitt svona atvik getur haft alvarlegar afleiðingar til langs tíma,“ segir hún.

„Það er sorglegt að hugsa til þess að unglingurinn minn geti ekki stokkið út í Krambúð til að versla bleyjur á litla bróður sinn á laugardagskvöldi án þess að eiga hættu á að ráðist sé á hann.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“