fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Pressan

Sakamál: Brúðkaupsferð dauðans – Sögð hafa stundað kynlíf við hlið líksins

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 4. október 2020 21:00

Rammi úr kvikmyndinni The Honeymoon Killers. Þarna má sjá Raymond og Mörthu ásamt fórnarlambi, sem er á milli þeirra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Martha Beck og Raymond Fernandez voru ákærð fyrir að fremja tuttugu morð. Raymond lagði stund á „svartagaldur“ til þess að dáleiða og koma sér í mjúkinn hjá einstæðum konum. Martha þóttist vera systir hans, þó að þau væru í raun elskendur.

Árið 1947 bjó hin 26 ára gamla hjúkrunarkona Martha Beck í borginni Milton í Flórídafylki. Hún átti tvö börn með eiginmanni sem hafði framið sjálfsmorð. Í leit að ástinni nýtti Martha sér einkamáladálka dagblaðanna, sem voru eins konar stefnumótasíður þess tíma.

Einkamáladálkarnir leiddu til þess að Martha kynntist flagaranum Raymond Fernandez. Skömmu eftir fyrstu bréfaskrifin þeirra á milli kom Martha börnunum sínum fyrir hjá ættingjum eða vinum og flutti til New-Yorkborgar, þar sem Raymond bjó.

„Dávaldur“ nýtti sér neyð einstæðra kvenna

Raymond Fernandez hafði lífsviðurværi sitt af því að kynnast einstæðum, eldri og vel stæðum konum í gegnum einkamáladálkana, með það að markmiði að svíkja þær svo og pretta. Martha var hins vegar ung og illa stæð og þar af leiðandi ólík fórnarlömbum Raymonds, enda virðist samband þeirra hafa verið sérstakt.

Hann hafði lagt stund á „svartagaldur“, en hann taldi sig nefnilega geta dáleitt konur til að verða ástfangnar af sér. Raymond trúði Mörthu fyrir þessum leyndarmálum sínum, en hún varð, ótrúlegt en satt, heilluð af lífsstíl Raymonds, þau ákváðu því að vinna saman.

Þóttist vera systir elskhugans

Raymond og Martha fundu saman fórnarlömb, sem voru líkt og áður segir einstæðar konur. Þegar kom að því að hitta eða heimsækja þær, kom Martha með, en hún þóttist vera systir Raymonds, þrátt fyrir að vera ástkona hans í raun og veru. Þetta á að hafa gert leikrit þeirra trúverðugra, þar sem „fjölskyldumeðlimur“ Raymonds var kominn í spilið.

Þetta átti reyndar eftir að reyna á samband þeirra, en Martha á að hafa verið gríðarlega afbrýðisöm vegna samskipta Raymonds við hinar konurnar. Hann á að hafa lofað því að sofa ekki hjá neinni annarri en henni. Það stöðvaði þó ekki þráhyggju Mörthu, sem sá Raymond sífellt fyrir sér í örmum annarra kvenna.

Drápu fórnarlömbin

Hin 66 ára gamla Janet Fay var eitt fórnarlamba Mörthu og Raymonds. Janet flutti til þeirra árið 1949 og það með þúsundir dollara í farteskinu, fullviss um að Raymond væri ástin í lífi sínu. Sambandinu lauk þó skjótt. Þegar Martha gekk inn á Janet og Raymond trylltist hún og á að hafa slegið Janet oft og mörgum sinnum í höfuðið. Þó á Raymond að hafa lokið verkinu, með því að kyrkja hana með trefli. Þau földu síðan líkið með því að grafa það í jörðu.

Sama ár urðu þær Delphine Downing, 28 ára ekkja, og tveggja ára gömul dóttir hennar fyrir barðinu á skötuhjúunum. Martha og Raymond fluttu inn til þeirra í borginni Wyoming, í Michigan-fylki. Sú sambúð endaði með ósköpum. Þau myrtu þær báðar á hrottafenginn hátt eftir að grátur dótturinnar fór í taugarnar á Mörthu. Þau földu líkin í kjallara húss Delphine. Nágrannar hennar áttuðu sig á því að eitthvað grunsamlegt væri í gangi og gerðu lögreglunni viðvart.

Ákærð fyrir tuttugu morð

Ekki er vitað hversu mörg morð Martha Beck og Raymond Fernandez frömdu, en þau voru ákærð fyrir tuttugu. Þau játuðu fyrrnefnd morð en talið er að þau hafi játað í þeirri trú að þá yrðu þau ekki framseld til New York-fylkis, þar sem dauðarefsingin var við lýði, annað en í Michigan, þar sem þau voru handtekin. Það reyndist þó rangt og þau voru framseld til New-York.

Sögð hafa sofið saman við hlið líksins

Réttarhöldin og aðdragandi þeirra þóttu heldur óvenjuleg, en fjölmiðlar lýstu ósiðlegu kynlífi parsins. Til að mynda var því haldið fram að þau hefðu sofið saman á gólfinu við hlið líksins af Janet Fay, skömmu eftir morðið. Það hafi þau gert í stað þess að hreinsa upp blóðið eða fela líkið.

Martha á að hafa verið óánægð með þessa umfjöllun og sent ritstjórum nokkurra dagblaða bréf vegna þessa, einhverjir hafa þó haldið því fram að hún hafi sjálf lekið sögum sem þessum til fjölmiðla.

„Hvað veit almenningur um ást?“

Verjendur þeirra héldu því fram að Martha og Raymond ættu við geðræn vandamál að stríða og væru með verulega brenglaða sýn á veruleikann. Dómarar gáfu lítið fyrir það. Bæði fengu dauðadóm og voru þau tekin af lífi þann 8. mars 1951.

Lokaorð Raymonds voru: „Mig langar að öskra það. Ég elska þig, Martha! Hvað veit almenningur um ást?“ Lokaorð Mörthu voru: „Saga mín er ástarsaga. Einungis þeir sem hafa verið kvaldir af ást, munu skilja mig.“

Frábær kvikmynd var gerð um ástir og glæpi þeirra Mörthu Beck og Raymonds Fernandez. The Honeymoon Killers (1970), var eina kvikmyndaverk leikstjórans Leonards Kastle. Franska kvikmyndagoðsögnin François Truffaut fullyrti einu sinni að myndin væri uppáhalds bandaríska kvikmyndin sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland