47 manns greindust með Covid-19 hér á landi í gær. 46 af smitunum greindust í einkennasýnatöku en 1 smit greindist í sóttkvíar- og handahófsskimun. Aðeins 11 af þeim 47 sem smituðust voru í sóttkví við greiningu. Nú eru 634 manns í einangrun og 2.554 manns í sóttkví. 13 manns eru á sjúkrahúsi og af þeim eru þrír á gjörgæslu.
Á miðnætti taka nýjar reglur um fjöldatakmörk gildi og mega þá aðeins 20 manns koma saman. Þá verður líkamsræktarstöðvum, börum og spilasölum lokað og nýjar reglur munu taka gildi í sundlaugum landsins. Þessar hertari aðgerðir munu gilda í að minnsta kosti tvær vikur.