fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Dómur yfir Helga staðfestur í dag – Tvö manndráp af gáleysi og alvarlegar líkamsmeiðingar af gáleysi

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 2. október 2020 18:00

Suðurlandsvegur að vetri - mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur Helga Haraldssonar, rútubílstjóra, var staðfestur í Landsrétti í dag. Honum var gefið að sök að keyra rútu í fólksbifreið, með þeim afleiðingum að rútan valt sem olli andláti tveggja farþega hennar og alvarlegum líkamsmeiðslum tveggja annara farþega. Fórnarlömbin voru kínverskir ferðamenn, en slysið átti sér stað á Suðurlandsvegi, við Eldhraun, vestur af Kirkjubæjarklaustri. Það átti sér stað í desember 2017, en þá var mikil hálka og ís á vegi.

Helgi var í júní í fyrra dæmdur í 6 mánaða skilorðsbundin dóm, auk þess sem hann var sviptur ökurétti, fyrir manndráp af gáleysi, líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot. Sá dómur var óraskaður í Landsrétti í dag.

Rútan í málinu á ekki að hafa verið í ásættanlegu ástandi og auk þess á Helgi að hafa keyrt henni of hratt. Einhverjar umræður voru um hraða bifreiðarinnar fyrir Landsrétti, en prófessor í vélaverkfræði var fenginn sem matsmaður, til að meta hraða og ástand rútunnar. Matsmaðurinn taldi líklegt að rútan hafi verið á um það bil 92 kílómetra hraða á klukkustund, þegar að áreksturinn hafi átt sér stað. Matsmaðurinn sagði einnig að hemlar rútunnar hefðu verið í ólagi.

Fram kemur að Helgi hafi verið meðvitaður um að hemlunarbúnaður rútunnar hafi ekki verið í góðu lagi fyrir slysið. Þá kemur fram í dómi Landsréttar að framburður hans hafi ekki þótt trúverðugur. Hann mun greiða um það bil þrjár milljónir í áfríunarkostnað í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun
Fréttir
Í gær

Eyþór var rekinn fyrir framan alla: „Mér var sýnd mikil niðurlæging“

Eyþór var rekinn fyrir framan alla: „Mér var sýnd mikil niðurlæging“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boltinn er hjá Rússum – Er líklegt að þeir samþykki vopnahlé?

Boltinn er hjá Rússum – Er líklegt að þeir samþykki vopnahlé?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjargað eftir nokkurra daga svaðilför í Loðmundarfirði – Myndir og myndband

Bjargað eftir nokkurra daga svaðilför í Loðmundarfirði – Myndir og myndband